Fara til Abu Dhabi

25.9.2018

  • Thorsteinngodibadminton
Félagarnir Þorsteinn Einarsson fyrrum nemandi í Grunnskóla Bolungarvíkur og Guðmundur Kristinn Jónasson (10.bekk) voru í þættinum „Með okkar augum“ á RÚV í sl. viku.

Þeir Þorsteinn og Guðmundur voru þar viðmælendur vegna þess að þeir undirbúa sig nú fyrir þátttöku í heimsleikum Special Olympics í unified badminton en heimsleikarnir fara fram í Abu Dahbi 14.-21. mars 2019.

Undified badminton er þannig að fólk með þroskahömlun keppir þá með meðspilara úr hópi ófatlaðra. Í þættinum er rætt við Þorstein sem og meðspilara hans Guðmund og einnig spjallað við þjálfara þeirra Jónas L. Sigursteinsson í þættinum en hann kennir einnig hér við grunnskólann.