Farsældarsáttmáli

24.11.2023

  • 400341286_712443820499113_2980528436867846182_n

Nemendur í 8. bekk og foreldrar þeirra komu saman þriðjudaginn 21. nóvember og undirrituðu Farsældarsáttmála bekkjarins.

Nemendur í 8. bekk og foreldrar þeirra komu saman þriðjudaginn 21. nóvember og undirrituðu Farsældarsáttmála bekkjarins.

Nemendur stýrðu vinnuborðum sem þeir höfðu undirbúið með málefnum úr verkfærakistu Farsældarsáttmálans. Foreldrar fóru á milli vinnuborða og ræddu mikilvæg málefni er snúa að farsæld barna. Vinnan sýndi að bæði foreldrar og nemendur voru sammála um hvaða atriði eru hvað mikilvægust í farsæld barna.

Farsældarsáttmálinn er verkfæri sem gefur foreldrum tækifæri til þess að forma samstarf sín á milli og styrkja foreldrastarfið. Forvarnargildi samstíga foreldrahóps er mikilvægt þar sem foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að styðja við og stuðla að góðri menningu innan barnahópsins. Því er það gleðilegt að nemendur skólans hafi tekið sig til og undirritað slíkan sáttmála ásamt foreldrum sínum.

Í lok vinnunnar sýndu nemendur foreldrum sínum myndband sem þau gerðu í tilefni dags íslenskrar tungu. Foreldrar sáu um að kitla bragðlaukana en þeir komu með veitingar.

400317836_216498758138154_4949788357464645054_n

400057258_1029724538357767_6703301393714820374_n

370604937_868821004620165_5499626343873630753_n