Farsældarþing Vestfjarða

19.11.2025

  • 20251107_100047

Skólinn átti sína fulltrúa

Farsældarþing Vestfjarða var haldið í fyrsta sinn föstudaginn 7. nóvember í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Á þinginu voru mörg spennandi fræðsluerindi og átti Bolungarvíkurkaupstaður og Grunnskólinn sína fulltrúa á mælendalistanum. 
Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir málstjóri farsældar barna í Bolungarvík ásamt Hönnu Þórey Björnsdóttur, forstöðumanni Félagsmiðstöðvarinnar Tópaz og stuðningsfulltrúi í skólanum voru með erindið "Farsæld og félagsmiðstöðvar í Bolungarvík". 
Ungmennaráð Vestfjarða var einnig með erindi en þar eigum við okkar fulltrúa, Albertu Kristínu Jónsdóttur nemanda í 10. bekk. 
Við erum stolt af okkar fólki sem stóð sig vel á þinginu og var sér og sínum til sóma. 

20251107_114301