Fjölgun í hænsnakofanum

24.5.2024

  • Haenur_vor2024-2-

Búið er að koma upp útungunarstöð í skólanum

Útungunarstöð hefur verið komið upp í skólanum og eru nemendur og starfsfólk skólans spennt fyrir gangi mála.

Á þriðjudag leit fyrsti unginn dagsins ljós og í morgun hefur annar ungi gert slíkt hið sama og þriðji á leiðinni.

Það er spennandi að byrja skóladaginn á að kíkja á eggin og ungann. Það er einnig vinsælt að kíkja á stöðu mála í frímínútum eða stuttum skreppferðum úr kennslustundum. Útungunaraðstaðan er vinsælasti staður skólans um þessar mundir. 

Haenur_vor2024-1-