"Fjörulalli" fundinn?

6.2.2017

  • Fjorulalli
  • Fjorulalli1

Nemendur í 4. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur lögðu leið sína í fjöruna í morgun ásamt kennaranum sínum honum Björgvini.

Nemendur í 4. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur lögðu leið sína í fjöruna í morgun ásamt kennaranum sínum honum Björgvini.

Þar kenndi ýmsra grasa en eitt var það þó sem nemendur vildu fá úr skorið en það var beinagrind sem þau fundu. Arkað var af stað í heimsókn á Náttúrustofuna til að vita hvort hinn eini sanni "Fjörulalli" eða beinagrind af honum væri nú fundinn.

Cristian Gallo starfsmaður á safninu sagði að þetta væri að líkindum beinagrind af selkóp eða fjörulalla og mun fást úr því skorið á næstu dögum.