FlushWatch / skolvakt
Dýrmætt samstarf skólans við stofnanir í nærsamfélaginu
Í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og Bolungarvíkurhöfn unnu nemendur og kennarar 6. og 7. bekkjar að verkefninu FlushWatch eða Skolavakt á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september.
Háskólasetur Vestfjarða fékk styrk til kaups á neðansjávar dróna sem nemendur fengu að stýra í höfninni og sáu þá hverju hefur verið sturtað niður í klósettið. Unnið verður áfram með verkefnið sem snýst um að ræða hverju á alls ekki að sturta niður í klósettið. Háskólasetrið er einnig í samstarfi við erlenda Háskóla og rannsóknarstofur í þessu verkefni og má með sanni segja að við séum upp með okkur að fá að taka þátt. Á morgun, föstudag, fara nemendur í heimsókn í Háskólasetrið, fá þar kynningu og fræðslu um starfsemina þar.
Fréttamenn RÚV komu og fengu að fylgjast með verkefninu í Bolungarvíkurhöfn og hlökkum við til að sjá afraksturinn af því. Háskólasetrið sem og Bolungarvíkurkaupstaður hafa deilt myndum af verkefninu á sínum samfélagsmiðlum sem við hvetjum ykkur til að skoða.