Forvarnir gegn fíkniefnum
FRESTAÐ til þriðjudagsins 29. október!! Sömu tímasetningar og áður
Hildur H. Pálsdóttir hefur farið í marga grunnskóla og framhaldsskóla með fyrirlestur um forvarnir gegn fíkniefnum. Hún nýtir eigin reynslu en hún missti 15 ára gamla dóttur sínu úr neyslu fíkniefna. Hildur mun hitta nemendur í 9.bekk á norðanverðum Vestfjörðum í Grunnskólanum á Ísafirði fimmtudaginn 24. október með þessa áhrifaríku fræðslu.
Foreldrar, forráðamenn og aðrir áhugasamir eru velkomnir á fyrirlestur hjá henni á fimmtudaginn 24. október kl 17.00 í sal Menntaskólans á Ísafirði.