Fræðsla um sveitarstjórnarmál
Jón Páll Hreinsson í heimsókn í skólanum
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, kom og hitti nemendur skólans í síðustu viku. Í heimsókn sinni fór Jón Páll á öll stig þar sem hann ræddi og útskýrði sveitarstjórnarmál sem og byggð og stjórnarhætti í Bolungarvík.
Nemendur til að mynda fóru í hugmyndavinnu um hvað mætti betur fara í Bolungarvík og hverju mætti bæta við í sinni heimabyggð, hugmyndir um hótel, veitingastaði, Zip Line, gufuböð á sjó og margt fleira komu á blað. Einnig voru nemendur áhugasamir um kostnað kaupstaðarins, laun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa.