Fullveldisdagurinn, 1. desember
Betrifata dagur og bekkjarmyndatökur
Nú fer aðventan að ganga í garð og óskum við þess að sá tími verði ykkur öllum góður. Í skólanum í desember verður uppbrot í leik og starfi sem verður upplýst um ýmist á Mentor eða heimasíðu skólans.
Mánudaginn 1. desember munum við hefja daginn á aðventustund þar sem allur skólinn kemur saman, syngur nokkur jólalög og kveikir á einu kerti á aðventukransinum okkar.
Mánudagurinn er einnig betrifata dagur, þar sem við hvetjum nemendur og starfsfólk að koma klædd í betri fötum. Þann dag ætlum við að nýta tækifærið og taka bekkjarmyndir sem hefð er fyrir í 1., 4., 7. og 10. bekk.

