Furðulega orðasafnið

17.5.2017

  • Furdulegasta-ordid

Í vetur hafa nemendur 3. bekkjar safnað furðulegum íslenskum orðum ásamt skýringum.

Í vetur hafa nemendur 3. bekkjar safnað furðulegum íslenskum orðum ásamt skýringum.

Lokahluti þessa verkefnis var að valið var furðulegasta orðið sem jafnframt hafði bestu útskýringuna. Alls skiluðu nemendur inn yfir 70 furðulegum orðum og það var því ekki auðvelt verk sem beið nefndarinnar sem fór yfir orðin og valdi sigurvegara. Orðið sem valið var sem sigurvegari keppninnar var bæði sérstakt og hljómaði sérkennilega í munni auk þess sem skýringin sem fylgdi var bæði stutt og hnitmiðuð, en orðið sem varð fyrir valinu var orðið grjúpán sem merkir einfaldlega bjúga. Nemandinn sem skilaði inn sigurorðinu var Jón Guðni Guðmundsson og hlaut hann í verðlaun bókagjöf og viðurkenningarskjal.