Fyrir eigin afli í skólann

17.9.2024

  • National-Walking-Day-Exercise-Event

4. bekkur er kraftmikill! 

Vikuna 2.-6. september voru nemendur og starfsmenn skólans hvattir til að koma fyrir eigin afli í skólann. 

4. bekkur lét ekki segja sér það tvisvar og fengu flest stig. Stigasöfnunin fór þannig fram að 1 stig fékkst með því að koma fyrir eigin afli í skólann og 1 stig að fara heim fyrir eigin afli. Vel gert 4. bekkur og til hamingju. Guðbjörg, deildarstjóri, færði bekknum viðurkenningarskjal í tielfni þessa. Á morgun, miðvikudag, fá allir eftirrétt eftir hádegismatinn fyrir frábæra þátttöku.