Fyrirlestur um kvíða leik- og grunnskólabarna

28.11.2019

  • Hanna-salfraedingur

Fyrirlestur um kvíða leik- og grunnskólabarna á sal grunnskólans miðvikudaginn 4. desember nk.

Fyrirlestur um kvíða leik- og grunnskólabarna.

Hanna Dorothéa Bizouerne sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðastöðinni sem er nýr skólasálfræðingur hjá Bolungarvíkurkaupstað verður með fræðslu fyrir alla foreldra í leik- og grunnskóla miðvikudaginn 4. desember kl. 16:30 - 18:00 á sal grunnskólans

Hanna skipuleggur þennan fyrirlestur meira sem spjallfund þar sem hún fjallar um kvíða, algeng einkenni hans og hvaða aðferðir eru hjálplegri en aðrar í uppeldinu. Hún leggur áherslu á að foreldrar komi með spurningar þannig að umræður/spjall verði í framhaldinu. Þetta yrði ekki langur fyrirlestur með margar glærur.

Einnig mun hún að kynna sig og þá þjónustu sem boðið er uppá.