GB í Skólahreysti

6.5.2025

  • 20250506_084541

Sýnt beint á RÚV kl. 20:00 í kvöld

Í morgun hélt vaskur hópur nemenda og kennara af unglingastigi til Reykjavíkur. Leiðin liggur í Íþróttahúsið að Varmá í Mosfellsbæ þar sem lið GB mun keppa í Skólahreysti.

Okkar fólk er í 5. riðli ásamt 11 öðrum skólum og er einkennislitur okkar í keppninni bleikur. Sýnt verður frá keppninni á RÚV klukkan 20:00. Lið skólans og keppnisgreinar eru eftirfarandi:

  • Hraðabraut
  • Stefanía Rún Hjartardóttir​
  • Ægir Egill​ Gunnarsson
  • Armbeygjur og hreystigreip
  • Katla Guðrún Kristinsdóttir​
  • Upphífingar og dýfur
  • Marinó Steinar Hagbarðsson

Á morgun, miðvikudag, munu nemendur í 10. bekk fara í starfskynningar í hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir sem eru staðsett í Reykjavík. Á meðan fara nemendur í 8.-9. bekk í heimsókn í Ríkisútvarpið og fá þar kynningu á starfsemi og starfsháttum.