Gjöf sem gleður

11.4.2023

  • 1_1681210496518

Grunnskóli Bolungarvíkur fékk veglega gjöf

Undanfarnar vikur hafa farið fram tökur á kvikmynd í fullri lengd hér fyrir vestan, meðal annars í Ósvör. Aðstandendur kvikmyndarinnar færðu grunnskólanum veglega gjöf sem mun styðja við myndbandsupptökur og jafnvel stuttmyndaval við grunnskólann.

Nemendur og kennarar af unglinga stigi fóru í heimsókn í gömlu Netagerðina á Ísafirði þar sem innanhússenur kvikmyndarinnar hafa verið teknar upp. Á móti hópnum tók Þórður Pálsson, leikstjóri, ásamt framleiðendum og öðrum aðstandendum kvikmyndarinnar og afhentu gjöfina.

Við þökkum enn og aftur fyrir okkur. 

2_1681210495675