Gleði á aðventunni

19.12.2025

  • Jolasongur-a-Bergi

Heimsóknir á Hjúkrunarheimiliði Berg

Við í Grunnskóla Bolungarvíkur viljum vera í góðum samskiptum við grenndarsamfélagið og er að verða hefð fyrir því að nemendur okkar og starfsfólk fari í heimsókn á Hjúkrunarheimilið Berg á aðventunni.

Nemendur af yngsta stigi höfðu val um það að fara og syngja fyrir heimilisfólk á Bergi. Þátttaka nemenda var góð og var farið í tveimur hópum og átt notalega söngstund á hjúkrunarheimilinu. Söngvararnir stóðu sig mjög vel og voru á allan hátt til fyrirmyndar. Mikil ánægja var með heimsóknina bæði meðal nemenda og heimilisfólks.

Nemendur í 4. bekk fóru í upphafi aðventunnar í heimsókn á Berg og skreyttu þar jólatré heimilismeðlima. Heimsóknin vakti mikla lukku og voru nemendur okkar stoltir af dagsverkinu.

56a81f18-381a-41f5-abd9-98d9c5be11dd