Gleðilega hátíð
Nú er jólahátíðin gengin í garð
Í dag er síðasti kennsludagur fyrir jólafrí. Dagurinn hefur verið rólegur og friðsæll, jólatónlist ómar hér um gangana og eru allir að dunda í hinum ýmsu verkum.
Jólasamvera verður á sal síðar í dag þar sem sýnd verður stuttmynd sem unnin er af nemendum á unglingastigi og jólaleikþáttur fluttur af nemendum í 6. bekk. Við ljúkum skóladeginum með því að dansa og syngja í kringum jólatréð. Deginum lýkur kl. 14:00. Dægradvöl er lokuð.
Laddawan Dagbjartsson lýkur störfum við skólann eftir 26 ára starf. Við þökkum henni kærlega fyrir samstarfið.
Við sjáumst aftur föstudaginn 3. janúar 2025 klukkan 8:40
Starfsfólk Grunnskóla Bolungarvíkur óskar nemendum sínum og aðstandendum þeirra gleðilegrar hátíðar með ósk um bjarta framtíð.