Gleðilega hátíð

19.12.2025

  • Yngsta_skogur

Sjáumst aftur 2026! 

Allir nemendur og starfsfólk skólans áttu notalega stund fyrr í dag þegar boðið var upp á jólamat í mötuneytinu. Jólatónlist ómar hér um gangana og eru allir að dunda í hinum ýmsu verkum. Jólasamvera verður fljótlega á sal þar sem jólaleikþáttur verður fluttur af nemendum í 6. bekk. Skóladeginum lýkur með því að dansa og syngja í kringum jólatréð með aðstoða söngnemenda í Tónlistarskóla Bolungarvíkur og Tuuli Rahni. Deginum lýkur kl. 14:00. Dægradvöl er lokuð.

Við sjáumst aftur mánudaginn 5. janúar 2026 klukkan 08:40. 

Starfsfólk Grunnskóla Bolungarvíkur óskar nemendum sínum og aðstandendum þeirra gleðilegrar hátíðar með ósk um bjarta framtíð. 

Myndin sem fylgir fréttinni er úr árlegri skógræktarferð yngsta stigs, þar sem nemendur skoðuðu meðal annars nýju ljósin sem þar er búið að koma upp.