Gleðilegt ár

10.1.2024

  • 20240110_125531
Tökum fagnandi á móti nýju ári

Skólinn fer rólega af stað á nýju ári. Þessa viku klárum við lotuna „Jafnrétti“ og í þeirri næstu hefst lotan „Sköpun“ og verður þá farið að huga að árshátíðarundirbúningi.

Foreldraviðtöl eru samkvæmt skóladagatali þann 1. febrúar.

Við vonum að sem flestir hafi haft það sem best yfir hátíðirnar.