Góð gjöf í skólann
Kvenfélaginu Brautinni eru færðar þakkir fyrir góða gjöf
Kvenfélagið brautin kom færandi hendi í skólann og afhenti skólanum tvær Apple spjaldtölvur sem munu nýtast vel í stoðþjónustu skólans.
Stella Guðrún Jóhannsdóttir, þroskaþjálfi, tók á móti gjöfinni úr hendi félagskvenna þeim Steinunni Guðmundsdóttur, Hörpu Sjöfn Friðfinnsdóttur, Þóru Hallsdóttur og Guðlaugu Elíasdóttur.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Stellu Guðrúnu taka á móti gjöfinni úr hendi Steinunnar í skynörvunarrými skólans.


