Góðar heimsóknir

21.9.2021

Á miðvikudaginn komu fulltrúar lögreglunar í heimsókn.

Þeir hittu allt mið- og unglingastig skólans og einhverja bekki á yngsta stigi. Til umræðu voru helstu umferðarreglur, hjálmanotkun og rafskutlur.  Heimsókn frá lögreglunni hefur verið árlegur viðburður og nemendur eru virkir þátttakendur í umræðunum.

Á fimmtudaginn var bæjarstjórinn starfsmaður í húsi. Hann hitti alla bekki skólans og setti sig í spor kennarans. Efnið féll vel inn í grunnþáttinn okkar heilbrigði og velferð þar sem áhersla er á nærumhverfið. Farið var yfir ólík hlutverk einstaklinga í samfélaginu og nemendur þurftu að íhuga hvaða verkefni þau myndu beita sér fyrir ef þau fengu tækifæri til að starfa sem bæjarstjóri í einn dag.