Góður árangur í samræmdum prófum
Grunnskóli Bolungarvíkur er að gera vel í Samræmdu prófunum.
Grunnskóli Bolungarvíkur er að gera vel í Samræmdu prófunum.
Við höfum haft það að leiðarljósi að bæta námsárangur og í dag getum við verið ánægð með okkur því vinnan í grunnnámi nemenda er að skila sér í góðum niðurstöðum á samræmdu prófunum. Niðurstöður samræmdra prófa eru settar fram á kvarða þar sem landsmeðaltal er á bilinu 29 til 31. Fái skóli meðaltal einkunna fyrir neðan 28 þykir það ekki góð niðurstaða fyrir skólann. Niðurstöður yfir 32 þykja sérstaklega góðar.
Námsárangur í 4. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur er sérstaklega góður þar sem við erum með 32,95 í íslensku og í stærðfræði 32,05. Þetta sýnir okkur að við erum að gera vel og við ætlum að halda áfam að gera vel. Erum við í Grunnskóla Bolungarvíkur einn af 20 efstu miðað við námsárangur í 4. bekk. Miðað er við 10 nemendur eða fleiri sem þreyta prófið á landsvísu.
Námsárangur í 7. bekk er ekki síðri. Getum við borið námsárangur í 7. bekk við frammistöðu í 4. bekk. Í 4. bekk var námsárangur í íslensku 25.4 og í stærðfræði 25.4. Þessi niðurstaða var slæm fyrir skólann okkar. Unnið hefur verið vel og vandlega að bættum árangri og síðan í janúar á síðasta skólaári hefur verið lögð mikil áhersla á íslensku og stærðfræði og hefur það nú skilað okkur í sérstaklega góðum námsárangri. Í íslensku fengum við 29.45 og í stærðfræði 30.18. Þessi árangur gefur okkur vísbendingu um að við erum á rétti leið og allir hafa lagst á eitt við að gera góðan skóla enn betri.
Stefanía Ásmundsdóttir
Skólastjóri