Grunnskóli Bolungarvíkur auglýsir lausar stöður kennara
Í Grunnskóla Bolungarvíkur eru um 130 nemendur og 30 starfsmenn. Starfshættir grunnskólans eru í sífelldri þróun. Skólinn byggir starfsemi sína á faglegu og framsæknu skólastarfi sem tekur ávallt mið af þroska og hæfni nemenda. Í skólanum er fjölmenningarlegt samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra.
Eftirfarandi kennarastöður eru lausar við skólann næsta skólaár frá 1. ágúst 2020.
- 100% staða á unglingastigi; stærðfræði og samfélagsfræði (umsjón)
- 100% staða á mið - og unglingastigi; íþróttir og tungumál
- 100% staða á miðstigi (umsjón)
- 50% staða í kennslu hönnunar og smíði
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Kennaramenntun og réttindi til kennslu
- Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum
- Áhugi á starfi með börnum og unglingum
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
- Góð færni í íslensku máli jafnt í ræðu og riti
- Reglusemi og samviskusemi
- Hreint sakarvottorð
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Sambands sveitarfélaga.
Umsóknum skilað til skólastjóra á netfangið halldoras@bolungarvik.is með upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu, ásamt ábendingum um meðmælendur. Móttaka umsókna verður staðfest.
Nánari upplýsingar veitir Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir skólastjóri í síma 4567249, netfang: halldoras@bolungarvik.is
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin.
Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2020.
Umsóknarfrestur er til og með 8.maí 2020