Grunnskóli Bolungarvíkur er UNESCO skóli

20.6.2023

  • Bolungarvik-Unesco2

Skólinn er 18. UNESCO-skólinn á landinu

Grunnskóli Bolungarvíkur er 18. UNESCO-skólinn á landinu. Flest þeirra verkefna sem við höfum unnið að falla vel undir UNESCO-skóla. Við látum okkur umhverfismál varða, jafnrétti og ýmislegt annað sem fellur undir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Við hlökkum til áframhaldandi vinnu þar sem skólinn og nemendur hans eflast enn frekar. 

UNESCO-skólar er eitt elsta skólanet í heimi, starfrækt frá árinu 1953. Skólarnir eru nú um 12 þúsund talsins og starfa í yfir 180 löndum um allan heim. UNESCO-skólar leggja áherslu á heimsmarkmiðin, starfsemi SÞ, alþjóðasamvinnu og frið og mannréttindi.

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi bauð skólann velkominn í hóp UNESCO-skóla, fréttina má sjá hér