Grunnskóli Bolungarvíkur í úrslit

14.5.2021

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Grunnskóli Bolungarvíkur er kominn áfram í úrslit Skólahreysti sem fram fara 29.maí kl.20.00 í beinni útsendingu á RÚV.

Liðið, sem er skipað Guðmundi Páli og Eydísi Birtu úr 10. bekk, Ingibjörgu Önnu úr 9. bekk og Gunnari Agli úr 8. bekk, náði besta árangri sem Grunnskóli Bolungarvíkur hefur náð í keppninni til þessa. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum þau áfram til dáða.

Varamenn í liðinu eru Agnes Eva í 9. bekk og Sigurgeir Guðmundur í 8. bekk. Þau voru dyggir stuðingsmenn á bekknum, ásamt þjálfara hópsins Vésteini Má, þar sem engir áhorfendur voru leyfðir.

186402492_241772691073127_6199603696583187356_n

Í skólanum söfnuðust bekkjarfélagar ásamt kennurum saman og horfu á beina útsendingu, hvatningaróp og fagnaðarlætin glumdu um skólabygginguna.

Til hamingju !

185793636_178872764137181_8732454114208471224_n