Grunnskólinn er hnetulaus skóli

30.8.2022

  • Hnetulausskoli_sandgerdisskoli.mynd

Grunnskóli Bolungarvíkur er hnetulaus skóli og má því enginn koma með nesti sem inniheldur hnetur. Dæmi um slíkt er: hnetujógúrt, abt mjólk með hnetumúsli, brauð með hnetusmjöri, hnetur í poka, alls kyns orkustykki, sumar brauðtegundir, morgunkorn og fleira. Mikilvægt er að við öll tökum tillit til allra okkar nemenda þar sem hnetur geta valdið hættulegum ofnæmisviðbrögðum.