Gulur dagur
Er allt í gulu?
Fimmtudaginn 7. september var guli dagurinn. Dagurinn var liður í verkefninu Gulur september sem hugsaður er að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Auk þess að vera til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Nemendur og starfsfólk skólans mættu flestir í tilefni dagsins klæddir gulu í skólann og var virkilega gaman og bjart um að litast.
Verum góð hvert við annað