Hænufréttir
2 unghænur og hani
Eins og margir vita vorum við með útungunarvél í skólanum í vor. Nú hafa tvær unghænur og hani sem klöktust út gert sig heimakomin í hænsnakofanum okkar á skólalóðinni. Pablo, elsti haninn, hefur fengið nýtt heimili ásamt tveimur öðrum hönum sem klöktust út í vor. Hænurnar halda áfram að fá matarafganga úr mötuneytinu okkar til næringar, ásamt öðru, og gefa okkur í staðin nokkur egg.
Því miður hefur borið á því núna síðsumars að verið sé að henda steinum, hlutum, sokkum og fleiru inn í girðinguna hjá hænunum og ofan í vatnsdallana. Við biðlum til fólks að hafa það hugfast að slík hegðun er ekki í boði í kringum hænurnar okkar, þær geta ekki varist slíkri hegðun. Hænurnar eigum við öll saman hér í Grunnskóla Bolungarvíkur og við viljum að þeim líði sem allra best.
Útungunarvélin mátti hafa sig alla við að klekja út eggjunum okkar.
Tveir af ungunum sem klöktust út í vor.