Hænurnar eru komnar heim

8.9.2023

  • IMG_7879

Hænurnar æptu gogg, gogg, gagg

Hænurnar okkar eru loks komnar heim í hænsnakofann sinn á skólalóðinni. Hluti nemenda á unglingastigi í valgreininni Skólagarðar færðu hænurnar heim.  

Hænsnakofinn og girðingin þar í kring er griðastaður hænsnanna og viljum við halda sem mestri ró í kringum hann. Við viljum því brýna fyrir okkar nemendum og öðrum gestum að banka ekki í kofann, ekki klifra í girðingunni eða henda neinu inn til þeirra. Með virðingu og vinsemd getum við látið hænunum okkar líða sem allra best og það gerum við saman.