Hamingjan, hún er hér
Hamingjuverkefni 4. bekkjar
Í haust hafa nemendur í 4. bekk tekið þátt í „Hamingjuverkefninu“. Það er námsefni sem hannað er til að hjálpa börnum og ungmennum að læra um hamingjuna og ræða hana. Það miðar m.a. að því að efla tilfinningagreind og seiglu hjá börnum.
Þar er sérstaklega horft til:
- Betri sjálfs- og félagsvitund,
- Betri jafningjasambönd,
- Betri sambönd kennara og nemenda,
- Þróaða lausnarhæfni,
- Hollari lífsstíl.
Fimm lyklar hamingjunnar sem hér er unnið með eru:
- Tengsl. Sterk tengsl við aðra er lykillinn að hamingjunni.
- Þakklæti. Að gefa sér tíma til að vera þakklát fyrir það sem við höfum.
- Góðvild. Að gera eitthvað gott hjálpar okkur að finna fyrir hamingju og meiri lífsfyllingu.
- Sköpun. Að læra nýja færni og nota ímyndunaraflið hjálpar að byggja upp hamingju.
- Hreyfing. Að nota líkamann til að hreyfa sig er mikilvægt fyrir heilsu okkar og hamingju.
Hluti þessa verkefnis er 25 daga áskorun með 25 stuttum verkefnum. Á hverjum degi í þessa 25 daga fengu nemendur lítið spjald með áskorun dagsins, sem þeir tóku svo þátt í samdægurs.
Það var gaman að fylgjast með nemendunum í hamingjuverkefninu ýmist innan dyra í skólanum eða utandyra m.a. að týna rusl, búa til snjókarl eða eiga góða stund úti í náttúrunni.

