Háskólalestin í Bolungarvík

8.5.2019

Háskólalest Háskóla Íslands er væntanleg til Bolungarvíkur 11.mai næstkomandi.

Nemendur Grunnskólans hafa valið smiðjur og heimsækja þær á föstudagsmorgni.

Haskolalestin-Bolungarvik-glaerur

Smiðjur í boði:

 • Frábærar tilraunir
 • Dularfullar efnablöndur
 • Óvæntar uppgötvanir
 • Undraheimar Japans
 • Þrautir og áskoranir
 • Stjörnur og sólir
 • Náttúran og hafið
 • Fornleifar og furðuverk
 • Leikur með ljós og hljóð
 • Vindmyllur og vængir
 • Og fjölmargt annað

Fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna, allir eru hjartanlega velkomnir – enginn aðgangseyrir.

Háskólalestin hefur ferðast um landið síðan 2011 (en þá var Bolungarvík einmitt meðal fyrstu áfangastaða) við miklar vinsældir og eru áfangastaðirnir komnir á fimmta tug.