Haustsúpuþema
Þegar kólnar í veðri er gott að gæða sér á súpu
Undanfarið hafa nemendur í heimilsfærðitímum hjá Zofiu verið að matreiða góðar haustsúpur. Auðvitað er leitað í gróðurhúsið okkar eftir hráefnum og hafa nemendur notið góðs af gulrótar uppskerunni þetta haustið.
Á meðan að súpan mallar er lagt á borð og undirbúið að allir geti setið saman við matarborðið og gætt sér á góðri haustsúpu. Í lok tímans hjálpast allir að við uppvask og frágang.

