Hefðbundið skólastarf

4.1.2021

Gleðilegt ár

Skólinn hefst 9:40 í fyrramálið 5. jan og kennt verður samkvæmt stundaskrám í öllum árgöngum.

Nýja reglugerðin vegna takmarkana á skólastarfi sem tók gildi 1. jan gerir okkur kleift að hefja hefðbundið skólastarf þar sem blöndun milli hópa er nú heimil og víkja má frá fjöldatakmörkunum í sameiginlegum rýmum eins og við innganga, á göngum skóla og í mötuneyti. ATH: unglingastigið nýtir ennþá anddyrið mötuneytismegin.

Valgreinar hefjast 11. jan bæði á mið og unglingastigi.

Áfram þarf að huga að sóttvörnum og þrifum og foreldrar og aðrir aðstandendur koma ekki í skólann nema nauðsyn beri til og þurfa þá að nota andlitsgrímu.