Heilsu- og tómstundaskóli

12.6.2017

Í haust mun heilsu- og tómstundarskólinn hefja starfsemi sína.

Heilsu- og tómstundarskóli Grunnskóla Bolungarvíkur, dægradvalar og íþróttafélaga UMFB

Í haust mun heilsu- og tómstundarskólinn hefja starfsemi sína.

Skólinn er fyrir alla nemendur frá 1.-4.bekk. Skóladagur nemenda mun lengjast sem nemur um klukkustund alla virka daga. Heilsu- og tómstundarskólinn mun byrja kl 13:00 og vera til kl 14:00. Heilsu- og tómstundarskólinn verður  gjaldfrjáls. Skólanum verður stjórnað frá Dægradvöl. Við munum bjóða upp á fjölbreytt val sem foreldrar og nemendur geta valið sér. Hugmyndir af því sem í  boði verður er meðal annars:

  • Íþróttahús, boltagreinar
  • Sundlaug
  • Heimanám
  • Listgreinar
  • Útivera
  • Dægradvöl
  • Bókasafn
  • Leiklist, tjáning og framkoma
  • Fimleikar
  • Pólska
  • Tölvur
  • Kór

Foreldar fá sent heim í haust valblað þar sem hægt verður að velja það sem í boði verður. Nokkrar af þessum hugmyndum verða í boði allt árið og annað í 6 vikna lotum. Síðan gæti bæst við eða eitthvað annað fallið út. Það verður mikilvægt að velja eftir áhuga nemenda og velja þarf í minnsta kosti 5 hópa sem aðal og svo aðra 5 hópa til vara.

Í byrjun munum við átta okkur á ýmsu og öðru sem þarf að taka tillit til og lagfæra en mikilvægast er að byrja og aðlaga eins og við getum hægt og rólega. Von okkar er sú að þetta muni mælast vel fyrir og nemendur hafi þá lokið bæði skóladeginum og tómstundunum kl 14:00 á daginn. Auka æfingar verða þó í boði hjá íþróttafélögunum sem þau auglýsa sérstaklega. 

Dægradvöl tekur svo við kl 14:00 – 16:00 fyrir 1.-2.bekk alla daga nema föstudaga en þá opið til kl 15:00.