Heimsókn framboða á miðstig GB

11.5.2022

 • 1652278345539
 • 1652278345526
 • 1652278345451
 • 1652278345545
 • 1652278345520
 • 1652278345456
 • 1652278345503
 • 1652278345551
 • 1652278345508
 • 1652278345557
 • 1652278345497
 • 1652278345479
 • 1652278345474
 • 1652278345446

Nemendur á miðstigi eru að vinna verkefni um kosningar og buðu að því tilefni frambjóðendum í heimsókn í dag miðvikudag 11. maí.

Þar komu nemendur sínum hugmyndum á framfæri um hvað þeim finnst vanta í Bolungarvík með því að kynna líkön sem nemendur gerðu fyrr í vetur. Að því loknu fengu nemendur að spyrja frambjóðendur spjörunum úr, til dæmis hvers vegna viðkomandi væri í framboði, hvort þeim þætti það gaman, hvort frambjóðendur ætluðu að beita sér fyrir því að láta laga götur og gangstéttir, hvort hægt væri að stækka skólalóðina og fjölga leiktækjum þar, svo eitthvað sé nefnt.

Það voru þau Baldur Smári Einarsson og Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir sem komu fyrir hönd Sjálfstæðismanna og óháðra, og Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir og Magnús Ingi Jónsson fyrir hönd Máttar meyja og manna.

Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.