Heimsókn í Herlev

4.6.2018

Tveir elstu bekkir Grunnskóla Bolungarvíkur hafa verið í samstarfi við Lindehøjskolen í Herlev í vetur.

Storby versus landsby


Tveir elstu bekkir Grunnskóla Bolungarvíkur hafa verið í samstarfi við Lindehøjskolen í Herlev í vetur. Herlev er úthverfi Kaupmannahafnar. Titill samstarfsverkefnsins er Storby versus landsby. Skólinn fékk styrk frá Nordplus Junior til nemendaheimsókna.

Í september komu dönsku nemendurnir til Bolungarvíkur og kynntust menningu og aðstæðum nemenda þar. Núna í apríl fóru svo nemendur úr Grunnskóla Bolungarvíkur í heimsókn til Herlev. Heimsóknin var í 6 daga og bjuggu nemendur á heimilum þeirra sem voru í Bolungarvík í september. Fóru einnig með þeim í skólann en skóladagarnir voru óhefðbundnir.
Hér er samantekt úr dagbókum nemendanna.Skóladagurinn var frá kl. 8:00 - 15:00 og voru verkefni skóladaganna fjölbreytt.

Fyrsta skóladaginn fórum við í skoðunarferð um Herlev og sáum sjúkarhúsið, sem er risastórt, vatnsturninn, sem er söfnun neysluvatns, dýragarð, Menningarhúsið, kirkjuna og skoðunum skólann. Við tókum eftir því hvað það er oft stutt í útivistar- og náttúrusvæði. Í skólanum eru tæplega 1000 nemendur á öllum skólastigum. Einnig fórum við í leiki á skólalóðinni og í einum leiknum náðum við að kyssa sumar stelpurnar/ strákana. Á degi tvö fórum í skoðunarferð í Kaupamannahöfn. Við gegnum hefðbundinn ferðamannagöngutúr, Litla hafmeyjan, ,,Regnbogabrúin”, Amalienborg, Sívalaturninn, Strikið. Einmitt þegar kom að nestispásunni gerði mikla rigningarskúr og voru þá góð ráð dýr. Annar dönsku kennaranna hringdi í foreldra sína og fengum við að koma inn hjá þeim í nestispásu en þau búa rétt við þann stað sem við ætluðum að borða nestið. Þeim fannst var lítið mál að taka 50 manns inn hjá sér og ótrúlega var það notalegt. Einnig fórum við í Seðlabankann og snertum, reyndum að lyfta alvöru gullklump. Sum okkar voru að fara í lest í fyrsta skipti þennan daginn og var ótrúlega mikið af reglum sem þurfti að passa uppá.   Á degi þrjú vorum við í hópaskiptri vinnu þar sem við bjuggum til salmíak í efnafræðitíma og spiluðum orðaspil í dönsku. Einnig fórum við í félagsmiðstöðina, Ungdomsskolen. Þar vorum við í valfrjálsum námskeiðum í skartgripagerð, veggjakroti, LAN (tölvuleikir) og dansi. Deginum lauk með sameiginlegum kvöldverði allra fjölskyldnanna sem við vorum hjá. Á degi fjögur fórum við aftur í lest og einnig í Metro alla leið á vestur Amager og skoðuðum þar útivistarsvæði og flotta hönnun á blokk. Það hús gengur undir nafninu Áttan (Ottetallet) vegna þess hvernig það er í laginu. Gegnum við eftir göngu/hjólastíg hússins alveg upp á efstu hæð. Einnig náðum við að reka inn nefið í mjög stóra verslunarmiðstöð, Field’s, fengum smá útrás þar. Heimferðardaginn skemmtum við okkur í Tívolí en áttum kvöldflug til Íslands. Í Keflavík beið rúta eftir okkur og var komið undir morgun þegar við komum til Bolungarvíkur. Þreytt og ánægð eftir vel heppnaða ferð. Sumt af því sem við sáum

                                                     Franz, Oddfreyr, Oliver og Helga