Heimsóknir á unglingastig

17.4.2024

  • VaVest-1-
Fjölbreytt fræðsla á unglingastigi

Í gær 16. apríl komu í heimsókn þeir Þórir Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður og meðlimur VáVest hópsins á Vestfjörðum og Stefán Árni Jónsson varðstjóri hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Tilgangur heimsóknar þeirra Þóris og Stefáns var að heimsækja unglingastig og vera með forvarnarfræðsla um einkenni og áhrif fíkniefnaneyslu. Fíkniefnaneysla ungmenna er að aukast og því mikilvægt að láta sig málið varða, þann 15. apríl hafði VÁVest hópurinn staðið fyrir sambærilegri fræðslu fyrir foreldra/forráðamenn.

Indíana Rós Ægisdóttir, kynfræðingur, kom einnig í heimsókn á unglingastig nú í apríl með kynfræðslu. Indíana Rós hefur áður heimsótt okkur en hún hefur starfað við kynfræðslu frá árinu 2016. Áður hafði hún boðið foreldrum / forráðamönnum upp á fræðslu undir yfirskriftinni Fræðsla heima – fræðsla fyrir foreldra og forráðamenn.