Hjóladagur
Hjóladagur í Grunnskólanum í dag.
Hjóladagur í Grunnskólanum í dag.
Á hverju vori hefur verið haldin hjóladagur í samstarfi við Slysavarnadeild kvenna í Bolungarvík og lögregluna.
Í ár komu konurnar færandi hendi og afhentu miðstiginu (5.-7. bekk) reiðhjólahjálma og Eyþór Ingi fékk svuntu á stólinn sinn. Hafi þær þökk fyrir það.
Þær sögðu einnig frá því að á næsta ári munu þær færa 5. bekk hjálma og vonandi verði það að hefð hjá þeim. Kærar þakkir til Slysavarnadeildar kvenna í Bolungarvík.
Lögreglan kom og skoðaði reiðhjólin og fengu flestir skoðun en nokkrir þurftu að laga hjólin sín.
Í ár hjálpuðu nemendur í 8. bekk við hjólaþrautirnar og stóðu þau sig öll með prýði, takk fyrir hjálpina. Í lok dagsins kom svo foreldrafélagið og grillaði pylsur ofan í mannskapinn og svo fengu allir ís á eftir. Takk allir fyrir frábæran dag.
Ábending til foreldra barna sem eiga hjálma frá Eimskip, sumir hjálmar eru með of þykka púða, endilega skiptið yfir í þynnri púða.