Hlöllabátar

11.2.2022

Á nemendaþingi síðasta skólaárs komu fram ýmsar hugmyndir nemenda sem okkur hefur tekist að koma til móts við. Þar má m.a. nefna að skólabjallan hringir aðeins kl. 8 á morgnana, nemendur á unglingastigi byrja ekki alla skóladaga kl. 8 og allir bekkir fá að velja eina máltíð á matseðli mötuneytis skólans. Í dag var val 10. bekkjar á dagskrá, þau vildu bjóða upp á Hlöllabáta og tóku að sér afgreiðsluna á þeim.


Hl1Hl