HOBB

13.10.2025

  • 553605026_24667557279539663_7535849287426218019_n
  • 552629578_1693235214683233_2256890708121520837_n

Hafið okkar - blá Bolungarvík

HOBB er samstarfsverkefni milli Grunnskóla Bolungarvíkur og Háskólaseturs Vestfjarða, sem miðar að því að tengja nemendur við hafið á nýjan og spennandi hátt. Verkefnið er fjármagnað af evrópska verkefninu „ProBleu“ sem miðar að því að efla læsi almennings á hafinu og vatninu. Nemendur og kennarar í 5.-8. bekk skólans fá að taka þátt í þessu spennandi verkefni.

Verkefnið byggir á eftirliti með ágengum tegundum, og hvernig hlutir eins og ágengar tegundir og breytingar á vötnum tengjast stærri málum um líffræðilegan fjölbreytileika og vernduð vatnssvæði. Farið hefur verið til Skálavíkur og sett niður gildrur fyrir grjótkrabba og í höfninni í Bolungarvík. 555853833_1334159601710201_5734799686717972437_n

Bekkirnir skiptast á að setja niður gildrur og taka þær upp. Þegar gildrurnar eru teknar upp er innihald þeirra skoðað og þeir mælt þá krabbar sem í gildrunum eru. 

Verkefnið er spennandi og hefur vakið upp mikla kátínu og áhuga nemenda okkar og kennara á vísindastarfsemi sem verkefnið felur í sér. 

Háskólasetur Vestfjarða hefur sagt frá rannsókninni á heimasíðu sinni og má nálgast þá umfjöllun hér.  

562531401_1790475071580753_2819947997107654184_n

552629578_1693235214683233_2256890708121520837_n

551581603_2521698621527553_3259839607849239944_n