Húfur gegn einelti

5.4.2016

  • Húfur gegn einelti

Síðasta vetur vann fyrsti bekkur Grunnskóla Bolungarvíkur stórt verkefni sem oft gekk undir nafninu „húfuverkefnið“ en það fjallaði um vináttuna og baráttuna gegn einelti.

Síðasta vetur vann fyrsti bekkur Grunnskóla Bolungarvíkur stórt verkefni sem oft gekk undir nafninu „húfuverkefnið“ en það fjallaði um vináttuna og baráttuna gegn einelti.

Hugmyndina átti Ragnheiður Ragnarsdóttir en hún prjónaði húfur fyrir alla nemendur bekkjarins sem allar höfðu áletrunina „gegn einelti“. Hugsunin með þessu var að þegar við sjáum þessi orð „gegn einelti“ sé það áminning til okkar allra, jafnt þeirra sem bera húfurnar sem og okkar hinna að leggja ekki í einelti.

Verkefnið gekk mjög vel og vonir standa til að hægt verði að gera þetta að árlegum viðburði.

Hér með er auglýst eftir nokkrum einstaklingum til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og prjóna 1–2 húfur hver, þannig að húfur fáist á allan fyrsta bekk fyrir 22. þessa mánaðar.

Sjálfboðaliðar eru beðnir að hafa samband í tölvupósti jonagh@bolungarvik.is eða sissu@bolungarvik.is og fá þá senda uppskrift, eða skrá sig á facebooksíðu foreldrafélagsins.