Húfur gegn einelti
Verkefnið „Húfur gegn einelti“ hélt áfram í Grunnskólanum.
Í dag var „Húfudagurinn“ í 1. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur haldinn hátíðlegur.
Þetta er í annað sinn sem verkefnið Húfur gegn einelti er unnið í 1. bekk.
Hugmyndina átti Ragnheiður I. Ragnarsdóttir, en hún prjónaði allar húfurnar fyrsta árið. Í ár var leitað til samfélagsins og óskað eftir fólki til að prjóna húfur á allan hópinn. Viðtökur við þeirri ósk voru framar vonum og allir nemendur 1. bekkjar fengu húfur við hátíðlega athöfn í dag.
Stefnt er að því að gera verkefnið að árvissum viðburði í skólanum. Nemendur hafa síðustu tvær vikur unnið fjölbreytt verkefni tengd vináttu, virðingu, hrósi og umburðarlyndi. Einnig hafa nemendur í 2. bekk tekið þátt í þeirri vinnu.