Húfur gegn einelti
Á síðustu árum hefur nokkrum sinnum verðið unnið að verkefni í fyrsta bekk sem í skólanum gengur undir nafninu „húfuverkefnið“ og snýst um að gera nemendur og fjölskyldur þeirra meðvitaðar í baráttunni gegn einelti.
Lokahluti þessa verkefnis er afhending á húfum til allra nemenda fyrsta bekkjar, með áletruninni „Gegn einelti“. Hugsunin er að þegar við sjáum áletrunina verði það áminning til okkar allra um að leggja ekki í einelti. Verkefnið mun fara af stað á baráttudegi gegn einelti 8. nóvember næstkomandi en því mun ekki ljúka fyrr en á nýju ári.
Hér með er auglýst eftir einstakilngum til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og prjóna 1 – 2 húfur hver, þannig að húfur fáist fyrir alla nemendur 1. bekkjar en þeir eru 15.
Sjálfboðaliðar eru beðnir að hafa samband í tölvupósti jonagh@bolungarvik.is.