Hvað er að frétta?
Verkefninu lauk með stafsetningarkeppni
Í dag, 16. maí, lýkur verkefninu ,,Hvað er að frétta?“ sem hefur staðið yfir frá 5. maí og fellur undir lotuna lýðræði og mannréttindi. Læsisteymi skólans lagði til að fréttir og annað efni tengd efnisþáttum lotunnar yrði til grundvallar í verkefnum þar sem áhersla er á þjálfun umskráningar með stafsetningu og ritun.
Á tímabilinu 5. – 16. maí voru stafsetningarkeppnir í hverjum árgangi þar sem sá nemandi sem stafsetti flest orðin rétt tók þátt í loka keppninni sem haldin var í morgun, 16. maí. 11 fulltrúar tóku þátt í lokakeppninni og eftir 8 umferðir stóð Emma Valborg Emilsdóttir úr 3. bekk uppi sem sigurvegari. Keppendur af öllum stigum skólans hlutu viðurkenningar í formi gjafabréfs frá Víkurskálanum auk þess sem sigurvegarinn, Emma Valborg, fékk bókagjöf frá Pennanum, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann.
Hér að neðan má sjá myndir frá stafsetningarkeppninni