Íþróttahátíð

9.10.2024

  • 20241009_110447

Mikil spenna og gleði 

Í dag, miðvikudag, var íþróttatreyjudagur þegar starfsfólk og nemendur skólans var hvatt til þess að mæta í hinum ýmsu íþróttatreyjum í skólann. Það var gaman að sjá hve þátttakan var mikil. 

Nemendur skoruðu á starfsfólk skólans í skotbolta, bandý, sundi og sundblaki í dag og urðu leikar ansi spennandi. Það fór samt svo að starfsfólk bar sigur úr býtum eftir sigur í bandý, bæði í karla og kvennaflokki, skotbolta í kvennaflokki en nemendur sigruðu karlaflokkinn sannfærandi, sundið sigruðu nemendur og sundblakið starfsfólk. Þetta er skemmtileg hefð sem er aðdragandi íþróttahátíðar skólans sem fram fer á morgun. 

Á íþróttahátíðinni má búast við fjölda fólks, gleði, spennu og ánægju. Að lokinni keppni mun Ólafur Jóhann Steinsson þeyta skífur á balli fyrir nemendur ásamt því að halda forvarnarfyrirlestur á föstudagsmorgun fyrir nemendur á unglingastigi.