Íþróttahátíð

13.10.2025

  • 20251009_105147

Græna liðið sigraði

Það fjölgaði töluvert í skólanum þegar nemendur af unglingastigi úr 11 grunnskólum á Vestfjörðum komu saman á Íþróttahátíðinni 9. október. 
Keppt var í fjölda greina til dæmis; bandý, fót- og körfubolta, borðtennis, spurningakeppni, skák, sundblaki og reipitogi. 

Nemendum skólanna er blandað saman í lið og aðgreind eftir litum en áður hafa nemendur getað skráð sig í keppnisgreinar. 

Í ár hlaut græna liðið flest stig á hátíðinni og stóð uppi sem sigurvegari Íþróttahátíðarinn 2025. Úrslit voru kunngjörð á balli sem haldið var á sal skólans þar sem listamaðurinn Háski kom og tók lagið fyrir flott ungmenni Vestfjarða.