Íþróttahátíð framundan

19.10.2021


246459893_4332451500124986_6674982358639852271_n Öllum til mikillar ánægju verður íþróttahátíð skólans á sínum stað í ár. Nemendur og kennarar á unglingastigi eru á fullu að undirbúa hátíðina. Hátíðin verður fimmtudaginn 21. október.

 Í gær bökuðu 6 nemendur skinkuhorn og pizzasnúða úr 10 kg af hveiti. Bakkelsið  verður til sölu í sjoppu hátíðarinnar en hátíðin er liður af fjáröflun nemenda fyrir skólaferðalagið þeirra.  

 Nánari fréttir af hátíðinni koma síðar.