Íþróttahátíð GB
Hin árlega íþróttahátíð unglingadeildar grunnskóla Bolungarvíkur fór fram í gær.
Þar kepptu um 160 nemendur í hinum ýmsu íþróttagreinum og öðru í fjórum liðum. Liðin sem hétu gulir, rauðir, grænir og bláir söfnuðu stigum og á íþróttahátíðarballinu sem var um kvöldið voru sigurvegarar krýndir. Í ár var það gula liðið sem stóð uppi sem sigurvegari en aðeins 3 stigum munaði á fyrsta og öðru sæti.
Að venju voru unglingarnir algerlega til fyrirmyndar og mikið fjör var allan daginn og þá sérstaklega á ballinu um kvöldið þar sem Ingi Bauer hélt uppi stuðinu.
Nemendur í grunnskóla Bolungarvíkur vilja þakka öllum þeim sem komu og tóku þátt í hátíðinni. Þakka styrktaraðilum og að sjálfsögðu öllum þeim sem aðstoðuðu þau.