Íþróttahátíð miðstigs GB

14.10.2019

  • Sigurmynd
  • Afram-Raudir
  • Afram-Gulir
  • Afram-Blair

Miðstigið sat ekki á auðum höndum í síðustu viku á meðan unglingarnir héldu hina árlegu íþróttahátíð heldur héldu sína eigin hátíð. Þetta er annað árið í röð sem miðstig heldur íþróttahátíð og má því segja að um árlegan viðburð sé að ræða. Sú breyting varð á milli ára að liðin voru tilkynnt viku fyrr og hittust litirnir saman á mánudagsmorgni þar sem fyrir lágu nokkur verkefni, en þar að meðal var myndataka, skiltagerð, stuðningsöngvagerð og svo kosning fyrirliða. Fyrirliði hvers liðs varð að vera nemandi í 7. bekk en hann fékk það hlutverk að vera talsmaður liðsins og vera sá einstaklingur sem liðið gæti leitað til við hin ýmsu mögulegu tilefni.

Sjálf hátíðin fór svo fram sl föstudag og var keppt í Spurningakeppni, hönnun, boccia, fótbolta, körfubolta og svo boðsundi. Liðin söfnuðu stigum miðað við árangur í keppnum og þegar allt var talið saman reyndist rauða liðið sigra keppnina í ár. Kennarar og annað starfsfólk sem kom að þessum degi var afar ánægt með jákvæða andrúmsloftið sem nemendur bjuggu til yfir daginn en þeir nemendur sem ekki voru að keppa voru einstaklega dugleg að hvetja sitt lið áfram