Jól í skókassa

3.11.2023

  • 20231101_112944

Grunnskóli Bolungarvíkur sendir frá sér 12 gjafir

Í valgreininni, Heimsmarkmið, hafa nemendur í 5. bekk unnið að verkefninu Jól í skókassa á vegum KFUM og KFUK. Verkefnið felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn í Úkraínu sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir sem eru settar í skókassa.

Nemendur ásamt kennara sínum tóku Heimsmarkmiðin til umfjöllunar, Barnasáttmálann og alþjóðlega verkefnið Jól í skókassa. Með aðstoða nemenda skólans, forráðamanna þeirra og starfsmanna var safnað ritföngum, leikföngum, sælgæti, fatnaði og hreinlætisvörum. Leitast var eftir því að endurnýta hluti til gjafar t.d. leikföng og fatnað. Nemendur saumuðu sum hver þvottastykki og nýttu til þess gömul handklæði. Nemendur röðuðu gjöfum í skókassa og náðu að fylla 12 kassa sem munu gleðja hjörtu barna á aldrinum 3-18 ára.

Við þökkum öllum þeim sem lögðu verkefninu lið kærlega fyrir.