Jól í skólkassa

13.9.2023

 • Heimsmarkmid

Nemendur í valgreininni "Heimsmarkmiðin" vinna að verkefninu Jól í skókassa  

Kæru lesendur.

Við erum góðhjartaðir nemendur í Grunnskóla Bolungarvíkur og erum í valgrein sem kallast „Heimsmarkmiðin”. Við erum að vinna að verkefninu Jól í skókassa og erum þannig að vinna að 5 heimsmarkmiðum: Heilsa og vellíðan, Menntun fyrir öll, Aukinn jöfnuður, Ábyrg neysla og framleiðsla, Samvinna um markmiðin.

Við viljum endurvinna og vantar því ykkar aðstoð. Okkur vantar skókassa og jólapappír. Okkur vantar einnig gjafir í skókassana, listi yfir hluti er neðar í þessum pósti og einnig listi yfir það sem ekki má fara í kassana. Gjafirnir þurfa að henta börnum á aldrinum 3-18 ára.

Nú þegar höfum við farið í Sundlaug Bolungarvíkur og fengið þar gömul handklæði sem við munum sníða og sauma þvottapoka úr.

Þriðjudaginn 19. september og miðvikudaginn 20. september verður móttaka í skólanum þar sem þið getið lagt ykkar framlag á borð inni við aðalinngang skólans.

Ef það eru einhverjar spurningar eða einstaklingar sem vilja gefa fjármagn til verkefnisins þá getið þið haft samband við kennarann okkar, Guðbjörgu Stefaníu, með því að senda tölvupóst gudbjorg@bolungarvik.is

Takk kærlega fyrir aðstoðina

Nemendur í vali á miðstigi

Lesa má meira um verkefnið á þessari síðu: https://www.kfum.is/skokassar/skokassar/

Gjafir í skókassana

Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum eftirtalinna flokka:

 • Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa eða jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum leikföngum.
 • Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, skrifbækur, liti, litabækur eða vasareikni.
 • Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti tannbursta, tannkrem og sápustykki í kassann sinn. Einnig má setja greiðu, þvottapoka eða hárskraut.
 • Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó eða karamellur.
 • Föt, t.d. húfu, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu.

Hvað má ekki fara í skókassana?

 • Mikið notaðir eða illa farnir hlutir.
 • Matvara.
 • Stríðsdót, t.d. leikfangabyssur, leikfangahermenn eða hnífar.
 • Vökvar, t.d. sjampó, krem eða sápukúlur.
 • Lyf, t.d. vítamín, hálsbrjóstsykur eða smyrsl.
 • Brothættir hlutir, t.d. speglar eða postulínsdúkkur.
 • Spilastokkar. Þar sem spilastokkar eru tengdir fjárhættuspilum í Úkraínu, óskum við eftir að þeir séu ekki gefnir í skókassana.